Siðareglur
EKTA Ráðgjöf
Grunngildi Hjá EKTA Ráðgjöf er virðing fyrir manngildi, sérstöðu hvers einstaklings, trú á getu hans til að nýta hæfileika sína til fullnustu.
- 1.Ráðgjafi rækir starf sitt án manngreinarálits og virðir réttindi hverrar manneskju. Ráðgjafi kemur fram við skjólstæðing af heiðarleika, virðingu og leitast við að byggja upp gagnkvæmt traust.
- 2.Ráðgjafi gerir ekki upp á milli skjólstæðinga eða starfsmanna eftir kynþætti, trú, aldri, kyni, fötlun, ætterni, kynhneigð eða fjárhag.
- 3.Ráðgjafi upplýsir skjólstæðing um réttindi hans og skyldur, einnig um úrræði og hjálparmöguleika. Ráðgjafi virðir rétt hvers einstaklings til einkalífs og sjálfsákvörðunarréttar, svo fremi að það valdi öðrum ekki skaða.
- 4.Ráðgjafi gætir trúnaðar um þau mál sem hann verður áskynja í starfi sínu. Undantekningu frá þagnarskyldu má einungis gera samkvæmt lagaboði.
- 5.Ráðgjafi gerir skjólstæðingi grein fyrir trúnaðarskyldu, upplýsingaöflun, skráningu máls og hvernig farið er með gögn.
- 6.Ráðgjafi starfar í samræmi við lög og reglur sem varða starfsemi EKTA Ráðgjöf og á sviði sálfræði og heilbrigðisþjónustu.
- 7.Ráðgjafi er meðvitaður um þau mörk sem felast í faglegri hæfni hans og vísar skjólstæðingi annað þegar verkefnið er utan starfssviðs hans.
- 8.Ráðgjafi stundar starf sitt af heilindum og leggur metnað sinn í að sinna því af alúð og samviskusemi. Hann veitir skjólstæðingum góða og faglega þjónustu sem byggð er á traustum fræðilegum grundvelli.
- 9.Ráðgjafi viðheldur þekkingu sinni og endurnýjar hana. Hann fylgist vel með nýjungum í starfi og uppfyllir þau skilyrði sem gerð eru til starfsins á hverjum tíma.
- 10.Ráðgjafi hlýðir samvisku sinni og sannfæringu. Ráðgjafi getur synjað að framkvæma verk, sem hann treystir sér ekki til að bera ábyrgð á.
- 11.Ráðgjafi framkvæmir ekki verk undir áhrifum áfengis, lyfja eða annarra efna sem slæva dómgreind hans og athygli.
- 12.Ráðgjafi skýrir frá því þegar hann kemur fram utan vinnustaðar hvort hann kemur fram fyrir eigin hönd sem einstaklingur, sem fagmanneskja eða fyrir hönd EKTA Ráðgjöf. Ráðgjafi notar ekki gögn þau sem teljast eign EKTA Ráðgjöf í eigin þágu.
- 13.Ráðgjafi sem veit um brot starfsfélaga síns gegn siðareglum ráðgjafa EKTA Ráðgjöf bregst við með því að láta yfirmann vita um málefnið svo leiðrétta megi.